
Góumót JR 2025 sem er opið öllum klúbbum var haldið laugardaginn 22. febrúar sl. Mótið var fyrst haldið árið 2009 svo þetta var það sextánda en það féll niður 2019 vegna covid. Góumótið er æfingamót þar sem allir þátttakendur fá verðlaun en það er ætlað yngstu iðkendunum frá 5 ára aldri til 10 ára sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni.