
Vegna skorts á aðstöðu og starfsfólki um helgina samhliða aukningu á keppendafjölda þarf að fresta U21 og Seniora flokkum.
Aukning á keppendum er jákvæð þróun og fögnum við því. Einnig vonum við að judovöllum verði fjölgað á Akureyri svo hægt verði að halda mót af þessari stærðargráðu þar í framtíðinni.
Keppni í U13, U15 og U18 verður um helgina í KA heimilinu.