Norðurlandamótið verður haldið í Lindesberg í Svíþjóð um helgina og eru keppendur tæplega fjögurhundruð frá öllum Norðurlöndunum. Á morgun laugardag verður keppt í aldursflokkum U17 og U20 og á sunnudaginn í seniora flokkum. Íslenska júdóliðið vann til sjö gullverðlauna ásamt fjölda silfur og bronsverðlauna í Ósló 2011 en því miður er aðeins einn gullverðlaunahafi frá NM í fyrra með að þessu sinni en Sveinbjörn Iura varð Norðurlandameistari í -81 kg flokki karla. Yoshihiko Iura er einn að dómurum mótsins og hinn þaulreyndi keppnismaður Eiríkur Ingi Kristinsson er þjálfari og fararstjóri í ferðinni og hann mun einnig keppa í -73 kg flokknum. Hér er keppendalistinn og hér neðar eru þeir sem keppa munu fyrir Íslands hönd að þessu sinni.
Seniorar
Eiríkur Ingi Kristinsson 73 kg
Kristján Jónsson 81 kg
Sveinbjörn Jun Iura 81 kg
Þór Davíðsson 90 kg
Sævar Róbertsson 100 kg
Helga Hansdóttir 63 kg
U20
Kjartan Magnússon 66 kg
Gísli Haraldsson 73 kg
Helga Hansdóttir 63 kg
U17
Egill Blöndal 81 kg
Logi Haraldsson 81 kg