Þá er búið að draga. Þormóður hefði getað verið heppnari með dráttinn en hann fær Rafael Silva frá Brasilíu en hann er um 150 kg og tveggja metra hár og í þriðja sæti heimslistans. Þeir glímdu um bronsverðlaunin á heimsbikarmótinu í Warsjá 2011 þar sem Rafael vann. Eins og áður sagði að þá hefði Þormóður getað verið heppnari með dráttinn en lítum á björtu hliðarnar hann hefði líka getað verið óheppnari, hann hefði getað lent á móti Tölser nr. tvö á heimslistanum eða Teddi Riner sem er númer eitt. Þetta verður án efa hörkuviðureign og langt í frá að hún sé fyrirfram töpuð fyrir Þormóð ef einhver skildi halda það. Það er mikið stress í gangi því keppt er með útsláttarfyrirkomulagi og aðilar vita að engin mistök má gera því þá er keppni lokið og því er mikilvægt að halda haus í glímunni vera skipulagður í sókn og vörn og hafa sjálfstraustið í lagi svo nú er bara spurningin hver verður betur upplagður þann 3. ágúst þegar þeir mætast.