Það voru fjórir keppendur frá Íslandi sem tóku þátt í Opna Sænska yngri en 20 ára sem haldið var um þessa helgi í Stokkhólmi. Í aldursflokknum U20 kepptu þeir Kjartan Magnússon -66kg og Gíslí Haraldsson -73kg og í U17 kepptu þeir Egill Blöndal og Logi Haraldsson báðir í -81 kg þyngdarflokki. Bestum árangri náði Egill Blöndal en hann varð í þriðja sæti. Í flokknum voru níu keppendur og vann Egill fyrst Matti Juopper frá Finnlandi en tapaði síðan fyrir öðrum Finna og keppti um bronsið gegn Sami Kangas einnig frá Finnlandi og vann hann á ippon. Logi tapaði fyrir Timi Koivisto á wazaari en fékk uppreisnarglímu en tapaði henni einnig og varð í sjöunda sæti. Hér er U17- 81kg. Gísli Haraldsson tapaði fyrir Nygren Oscar frá Svíþjóð en fékk því miður ekki uppreisnarglímu og var þar með úr leik en keppendur í hans flokki voru 31. Hér er U20 -73kg. Í flokknum hjá Kjartani voru 36 keppendur. Kjartan tapaði fyrir Hjalte Nielsen frá Danmörku en fékk uppreisnarglímu gegn Erik Alsgaard frá Noregi en tapaði henni einnig svo þar með var hann úr leik. Hér er U20 -66kg. Farastjóri og þjálfari strákann á SWOP var Björn Halldórsson.