Haustmótið verður að þessu sinni haldið í íþróttahúsinu i Vogum á Vatnsleysuströnd. Vegna mikillar þátttöku þá þurfum við að byrja kl. 10:00 á Laugardaginn en EKKI kl.11 eins og auglýst hafði verið. Keppt verður á tveimur völlum og verður byrjað í yngstu aldursflokkunum og endað í fullorðinsflokkum.
Aldursflokkar
11-14 ára
Keppni hefst kl. 10:00 (áætluð mótslok um kl. 11)
Mæting í síðasta lagi kl. 9:30 og láta mótsstjóra vita af sér annars er ályktað að viðkomandi hafi hætt við þátttöku.
15-16 ára og 17-19 ára
Keppni hefst um kl. 11:00 (áætluð mótslok um kl. 12)
Mæting í síðasta lagi kl. 10:30 og láta mótsstjóra vita af sér annars er ályktað að viðkomandi hafi hætt við þátttöku.
Keppni fulloðinna
Keppni hefst um kl. 12:00 (áætluð mótslok um kl. 13:30) Mæting í síðasta lagi kl. 11:30 og láta mótsstjóra vita af sér annars er ályktað að viðkomandi hafi hætt við þátttöku.
Þjálfarar þið verðið að fylgjast með að ykkar menn staðfesti komu sína.