Vormótinu hefur verið frestað.
Það var sett á sömu helgi og hvítasunnan og höfðu menn ekki áttað sig á því í tíma.
Þar sem margir eru á leið í helgarfrí bæði keppendur og foreldrar barna sem skráð voru til keppni var ákveðið að fresta mótinu um eina viku.
Auk þess sem ekki var auðvelt að manna tvo keppnisvelli bæði dómara og aðra starfsmenn af sömu ástæðu.
Nánar fréttir í næstu viku.