Þorvaldur Blöndal vann öruggt þegar hann keppti um bronsverðlaunin í 90 kg flokknum rétt í þessu. Hann henti andstæðingi sínum á ippon með fallegu Ouchi gari eftir um eina mínútu. Sveinbjörn Iura glímdi mjög vél og var síst lakari aðilinn þegar hann keppti til úrslita gegn fyrrum silfurverðlaunahafa frá HM. Sveinbjörn var ekki langt frá því að ná hengingu á MNE sem raunar heppinn að sleppa. MNE var samt öruggur með sig og náði að lokum fallegu Osoto gari þegar um tvær mínútur voru eftir og skoraði ippon.