EYOF fararnir þeir Logi Haraldsson og Egill Blöndal lögðu af stað til Hollands sl. laugardagsmorgun ásamt Snævari Má Jónssyni flokkstjóra, fyrrum Norðurlandameistara og einum okkar besta júdómanni hér áður. Hann hefur frábært kumikata og ætti að geta miðlað því ásamt keppnisreynslu sinni til drengjanna en hann keppti meðal annars á þrennum smáþjóðaleikum. Adrian Sölvi Ingimundarson sem einnig mun keppa á EYOF dvelur nú í Frakklandi og mun hitta þá félaga í Utrecht á miðvikudaginn ásamt landsliðsþjálfara. Logi, -81 kg keppir á fimmtudaginn og á föstudaginn keppa þeir Adrian, +90 kg og Egill, -90 kg en búið að draga og má sjá dráttin hér. Í dag lét Snævar strákana taka létta æfingu og fór hún fram undir beru lofti á grænu grasinu í EYOF þorpinu sjá video. Hér er umfjöllun um EYOF á EJU síðunni og líkast til verða úrslitin birt hér jafnóðum. Meira síðar.