Því miður mættu ekki öll þau lið sem skráð voru til keppni svo mótið varð í styttra lagi. Við þurfum að taka okkur á í þessum efnum og eða breyta fyrirkomulaginu á keppninni því þetta er ekki í fyrsta skiptið sem lið draga sig úr keppni í lokaumferðinni. Keppnin í dag var engu að síður skemmtileg og þau lið sem mættu til leiks voru með sína bestu menn með örfáum undantekningum. Í keppni drengja yngri en 15 ára byrjuðu í vor fimm lið en eitt þeirra mætti ekki í lokaumferðina og í keppni karla byrjuðu fjögur lið í vor en aðeins tvö þeirra mættu í lokaumferðin. Hér eru bikarúrslit karla og allar viðureignir og hér eru bikarúrslit U15 og allar viðureignir.