Eitthvað virðast upplýsingarnar á heimasíðu mótsins hafa verið rangar varðandi Teddy Riner því hann er ekki á meðal keppenda eins og kom þar fram. Búið er að draga og situr Þormóður hjá í fyrstu umferð og mætir síðan annað hvort MARET, Cyrille (FRA) eða SHYNKEYEV, Yerzhan (KAZ). Báðir eru þetta hörku júdómenn sem hafa verið að gera það gott undanfarið. Cyrille sem hefur reyndar keppt í -100 kg flokki vann bæði Grand Slam og Grand Prix mót í ár auk þess að verða þriðji á Em. Yerzhan er enginn aukvisi heldur, ekkert frekar en mótherji Jóns Þórs en hann mætir TORENOV, Yertugan frá (KAZ).