Samhliða KYU mótinu næstu helgi norður á Akureyri  verður haldið dómaranámskeið og próf í framhaldi af því.

Á mótaskránni er gert ráð fyrir að námskeiðið verði á föstudagskvöld og daginn eftir munu þátttakendur dæma á kyu mótinu. Nánari upplýsingar verða sendar út annað kvöld þegar komið hefur í ljós hvernig þátttakan og líklegt er að dagskráin breytist eitthvað.

Þeir sem hyggjast taka þátt sendi skráningu ,nafn,  kennitala og félag á jsi@judo.is sem allra fyrst og ekki seinna en kl. 12 á morgun.

Þjálfarar vinsamlegst kannið þetta hjá ykkar mönnum.

Kveðja, Bjarni