Þormóður Árni Jónsson úr JR leggur af stað á morgun í keppnis og æfingaferð til Asíu. Hann mun keppa á Grand Prix í Jeju í Kóreu 29. nóvember og viku síðar eða 7. desember á Grand Slam í Tokyo. Fyrir keppni og á milli mun hann æfa með Tékkneska landsliðinu á þessum stöðum en mótin sækja allar stekustu júdóþjóðir heims. Þessi mót eru hluti af mótaröð eða undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016 en þau gefa stig á heimslista IJF en á þeim lista þurfa menn að vera nokkuð ofarlega til að eiga möguleika á þátttöku á Ólympíuleikunum.