Á uppskeruhátið JSÍ um síðastliðna helgi var Halldóri Guðbjörnssyni veitt gráðan 6.dan. Halldór sem hefur stundað júdó í yfir fjörtíu ár varð margsinnis Íslandsmeistari, hann var Norðurlandameistari og náði jafnframt góðum árangri á öðrum alþjóðlegum mótum og varð í tvígang Evrópumeistari öldunga. Hann keppti á Ólympíuleikunum í Moskvu 1980 og var landsliðsþjálfari á Ólympíuleikunum í Seúl 1988. Halldór, sem er 68 ára gamall, er enn afar virkur júdómaður en hann mætir reglulega á æfingar og skilar af sér áratuga reynslu til hinna yngri.
Aðrar dan gráðanir árið 2014:
Arnar Már Jónsson UMFÞ 1. dan
Björn Lúkas Haraldsson UMFG 1. dan
Einar Örn Hreinsson Tindastól 1. dan
Gunnar Örn Arnórsson Draupnir 1. dan
Tómas Helgi Tómasson Ármann 1. dan
Valbjörn Helgi Viðarsson Draupnir 1. dan