Þann 17. janúar heldur Júdósamband Íslands í þriðja skiptið Reykjavík Judo Open og er það haldið í samstarfi við Reykjavík International Games sem er einn stærsti íþróttaviðburður sem haldin er á Íslandi ár hvert. Í fyrra voru afar sterkir keppendur frá Rússlandi, Tékklandi, Þýskalandi og að sjálfsögðu Norðurlöndunum og var þeirra þekktastur ríkjandi Ólympíumeistari Tagir Khaibulaev frá Rússlandi.
Á Reykjavík Open 2015 verða fleiri erlendir keppendur en í fyrra og hafa boðað komu sína keppendur frá Úkraníu, Slóvakíu, Póllandi og Tékklandi auk keppenda frá Norðurlöndunum og munu þeir etja kappi við okkar bestu júdómenn sem allir verða á meðal þátttakenda. RÚV verður með beina útsendingu frá mótinu.