BlossiSmáþjóðaleikarnir verða haldnir hér á landi í byrjun júní og verður keppt í fjölda greina en júdókeppi leikanna verður haldin 5. og 6. júní. Föstudaginn 6. júní verður einstaklingskeppnin og liðakeppnin daginn eftir. ÍSÍ hefur yfirumsjón með leikunum en sérsamböndin með sínum hluta og þarf Júdósambandið á öflugum stuðningi sjálfboðaliða að halda. Við þurfum um 35-40 manns 16 ára og eldri og eru júdóiðkendur og eða foreldrar þeirra hvattir til að leggja okkur lið. Hlutverk sjálfboðaliða er ýmiskonar eins og t.d. dyragæsla, dýnuburður, tímaverðir, videoupptaka, veitingasala, verðlaunaafhending og ýmiskonar gæsla svo eitthvað sé nefnt. Allir sjálfboðaliðar munu fá veglegan fatapakka (jakki, buxur, bolir, taska og fl.)  sem meta má á tugi þúsunda svo til mikils er að vinna. Ef þú hefur tök á þessu fylltu þá þetta skjal út og sendu á jsi@jsi.is. Ef einhver vandræði verða með að opna skjalið sendið þá póst á sama netfang og haft verður samband.