Hluti judo landsliðsins á æfingu í kvöld
Hluti judo landsliðsins á æfingu í kvöld

Það styttist óðum í Smáþjóðaleikana og hafa landsliðsmenn okkar verið afar duglegir við æfingarnar. Þeir hafa æft daglega síðastliðinn mánuð og flestir þeirra tvisvar á dag. Aðrir judo menn hafa verið þeim afar hjálpsamir við undirbúninginn með góðri mætingu og er þeim þakkað fyrir það. Judo keppnin sem haldin verður í Laugabóli í Laugardalnum fer fram föstudaginn 5. júní og er forkeppnin frá kl. 12-14:30 og úrslit hefjast svo kl. 18:00. Sveitakeppnin verður laugardaginn 6. júní frá kl. 12:00-14:30 og úrslitin verða svo milli kl 15:00-16:00. Á meðal heimsklassa keppenda er Srdan Mrvaljevic (MNE) silfurverðlaunahafi í -81 kg flokki á heimsmeistaramótinu 2011 en hann og Sveinbjörn kepptu til úrslita á síðustu Smáþjóðaleikum. Einnig má nefna Marie Muller frábæra judokonu frá Luxemborg í -52 kg flokki en hún er núna í 55 sæti heimslistans. Hér er nýjasti world ranking listinn  og hér er keppendalistinn á Smáþjóðaleikunum. Hægt er að skoða afrekaskrá keppendanna með því slá nöfnum þeirra inn hér.