Þormóður Árni Jónsson vann fyrstu viðureign örugglega á Grand Prix í Jeju um helgin gegn Freddy Figueroa frá Ekvador en hann kastaði honum með kosoto-gake og fékk fyrir það wazaari og komst í framhaldi af því í fastatak og vann á ippon. Í annari umferð mætti hann ofjarli sínum Teddy Riner heims og Ólympíumeistara og var kastað á ippon með uchimata eftir stutta viðureign. Þormóður komst í 16 manna úrslit og vann sér inn 36 dýrmæta punkta og hækkaði um níu sæti á heimslistanum og er kominn í það 71. Næsta verkefni hjá honum er Grand Slam í Tokyo en þar mun Sveinbjörn Iura einnig verða á meðal þátttakenda.