Laugardaginn 20. og sunnudaginn 21. mars 2010
Næsta laugardag verður sameiginleg æfing í JR með landsliðsmönnum okkar í seniora, juniora og cadet flokkum. Þetta er liður í undirbúningi fyrir NM í Maí.
Það eru allir velkomnir og æskilegast að sjá sem flesta.
Þjálfarar verða  Axel Ingi, Bjarni Friðriks, Bjarni Skúla og Víkingur Víkingsson

Laugardagur
Fyrri æfing         10-12:00 
Seinni æfing      17-18:30 

Sunnudagur
Fyrri æfing         10-12:00
Seinni æfing      17-18:30

Kynning á nýju dómarareglunum
Strax af lokinni fyrstu sameiginlegri æfingu á laugardaginn eða frá kl. 12:00 -13:00 verður dómaranefnd JSÍ með kynningu fyrir þjálfara, dómara og keppendur á nýju dómarareglunum.

Nýja mótaforritið
Á laugardaginn kl. 16:00 áður en seinni samæfingin byrjar er ætlunin að kynna fyrir forsvarsmönnum júdóklúbbanna nýja mótaforritið.
Hafið með ykkur fartölvu ef þið hafið tök á eða usb lykil fyrir forritið og önnur gögn.
Vinsamlegast látið undirritaðan vita hverjir ætla að mæta.

Bjarni Friðriksson
bjarni@judo.is
S. 662 8055