Þeir Þormóður Árni Jónsson +100 kg Breki Bernharðsson -81 kg og Egill Blöndal -90 kg kepptu á European Judo Open Prag 28. feb. sl. Mótið var gríða sterkt en keppendur voru 270 frá 52 þjóðum.
Breki mætti öflugum keppanda frá Kyrgystan sem var sterkari í tökunum en Breki og snöggur að sækja og náði einum þremur kröftugum tomo-nage köstum á Breka sem yfirsnerist og lennti því ekki á bakinu og Kyrgystinn fékk ekkert fyrir vikið en það kom þó að því hann náði að stýra Breka á bakið úr einu slíku kasti þegar um þrjár mínútur voru liðnar af viðureigninni og fékk ippon fyrir og Breki þar með úr leik. Um Breka er það sama að segja og síðast að það vantar ekkert uppá keppnisskap og sjálfstraust en hann vantar fyrst og fremst meiri líkamlegan styrk og er hann að vinna í því.
Egill sat hjá í fyrstu umferð en mætti síðan Ástrala sem hafði sigrað Eista í fyrstu umferð. Egill var mun aðgangsharðari en Ástralinn og sótti mikið oftar en hann en með litlum árangri þar sem tímasetningar voru kanski ekki alveg nógu góðar en hann var alltaf að og ógnandi. Ástarlinn komst aðeins einusinni í færi og komst í hægra osoto-gari og skorðai yuko og komst í framhaldi af því í fastatak sem að Egill losaði sig úr og var það vel gert því fastatakið var öflugt. Egill hélt áfram að sækja en á árangurs og tíminn rann út og tapaði hann því viðureigninni á þessu eina skori Ástralans því miður. Það er alveg ljóst miðað við viðureignir Egils á síðustu tveimur að hann er á hárréttir leið og það styttist í fyrstu sigurglímu.
Þormóður mætti Kanadamanni í fyrstu viðureign og vann hana nokuð örugglega á ippon með mótbragði (ura-nage) um miðja viðureig. Næst mætti hann Daniel Natea frá Rúmeníu sem er í 14 sæti heimslistans um 180 kg og nálægt 210 cm á hæð. Keppni þeirra var tómt ströggl, ýtt og togað en ekkert skorað og Þormóður kominn með þrjú shido og Daniel eitt. Þegar ein og hálf mínúta var eftir og þá tekur Daniel krossgrip á Þormóði og uppsker réttmætt sitt annað shido og dómari lætur viðureignina síðan halda áfram en er strax stöðvaður af eftirlitsdómurum sem vilja að Þormóður fái sitt fjórða shido fyrir sóknarleysi sem var mjög ósanngjarnt og þar með tapaði hann viðureigninni.
Að loknu móti framlengja þeir allir dvölinni og æfa í vikutíma í öflugusta klúbbnum í Prag en þá heldur Þormóður heim en þeir Breki og Egill fara þá í tíu daga æfingabúðir OTC í Nymburk í Tékklandi þar sem þeir hitta fyrir þá Adrían Ingimundarson og Gísla Vilborgarson.