Þormóður og Sveinbjörn eru staddir í Kazan í Rússlandi og munu keppa á Evrópummeistaramótinu á morgun og laugardaginn. Sveinbjörn keppir föstudaginn 22. apríl og mætir Jakub Kubieniec sterkum Pólverja sem er í 69 sæti heimslistans. Mótið er í beinni útsendingu og keppir Sveinbjörn á velli 2 og á 19 viðureign sem gæti þá verið um kl. 10:30 að Íslenskum tíma í fyrramálið. Vera mætt fyrir framan tölvuna upp úr kl. 10 til að missa ekki af neinu :). Hér má sjá öll úrslitin og hér erkeppnisröðin. Þormóður sem er í 69 sæti heimslistans keppir á laugardagin og mætir fyrrum æfingafélaga sínum frá Tékklandi Michal Horák sem er í 45 sætiheimslistans. Michal hefur verið að standa sig gríðavel undanfarið og er hann og Þormóður ásamt fleirum að berjast um laust Evrópusæti á Ólympíuleikunum í RÍÓ í þungavigtinni og eins og staðan er í dag þá er Þormóður inni á leikunum. Keppnin hefst kl. 10 að Íslenskum tíma og á Þormóður sjöundu viðureign á velli 3 eða um kl. 10:30 í fyrramálið, hér er keppnisröðin.