judofolk2016
Þormóður Jónsson og Hjördís Ólafsdóttir

Á lokahófi Júdósambands Íslands var Þormóður Jónsson valinn Júdómaður ársins og Hjördís Ólafsdóttir júdókona árins en þau keppa bæði fyrir JR.  

Þormóður Jónsson – Júdómaður Íslands 2016

Þetta var 12. skiptið sem Þormóður hlaut þessa nafnbót en hann hefur unnið sér inn rétt til að keppa á þrennum síðustu ólympíuleikum. Hann varð í 1. sæti á Norðurlandamótinu sl., í 5. sæti í Casablanca og 9. sæti á mjög sterku móti í Prag. Hér heima bar Þormóður höfuð og herðar yfir keppinauta sína og varð bæði Íslandsmeistari í þungavigt og opnum flokki. Þormóður er í 83. sæti á heimslista IJF.

 

Hjördís Ólafsdóttir – Júdókona Íslands 2016

Hjördís sem keppir í -70kg flokki varð Íslandsmeistari í sínum flokki og einning í opnum flokki. Hún sigraði bæði á Haustmóti og Vormóti JSÍ og Íslandsmeistari með félagi sínu í sveitakeppni JSÍ.

 

Efnilegasta júdófólk ársins

Ægir Már og Berenika
Ægir Már og Berenika

Júdósambandið valdi þau Ægi Baldvinsson UMFN og Draupniskonuna Bereniku Bernard sem efnilegasta júdófólk ársins en þau hafa verið framarlega á flestum mótum innanlands á árinu.

Gráðanir:

Þeir sem tekið hafa Dan próf á árinu:

  • Sigurpáll Albertsson, UMFG, 1. dan
  • Ármann Þór Sveinsson, UMFG, 1. dan
  • Dofri Bragason, Draupnir, 1. dan
  • Gísli Vilborgarson, JG, 2. dan
  • Kjartan Magnússon, ÍR, 2. dan
  • Jón Þór Þórarinsson, JR, 2. dan
  • Þormóður Jónsson, JR, 2. dan

Eftirtaldir einstaklingar hlutu heiðursgráðun vegna tilnefninga frá klúbbunum:

  • Jón Egilsson,  JR  1. dan
  • Ragnar Stefánsson,  JR 1. dan
  • Þorvaldur Blöndal, Ármann 2. dan
  • Garðar Skaftason,  JR 3. dan
  • Sævar Sigursteinsson, Ármann 4. dan
  • Höskuldur Einarsson,  JR  5. dan

Sjórn JSÍ veitti eftirtöldum einstaklingum heiðursgráðu:

  • Tryggvi Gunnarsson, Ármann 3. dan
  • Gunnar Jóhannesson, UMFG 3. dan
  • Þormóður Jónsson, JR  3. dan

 

Heiðursmerki JSÍ:

Bergur Pálsson og Jóhann Másson formaður JSÍ
Bergur Pálsson og Jóhann Másson formaður JSÍ

Bergi Pálssyni, Selfossi fékk gullmerki JSÍ fyrir störf í þágu júdó í áratugi.

Eftirtaldir einstaklingar fengu Bronsmerki JSÍ fyrir áralangt óeigingjarnt starf fyrir júdó:

  • Anna Soffía Víkingsdóttir,   fyrir uppbyggingu á kvennajúdó Draupnis
  • Gunnar Örn Guðmundsson, fyrir tæknistörf
  • Davíð Áskelsson, fyrir tæknistörf
  • Guðmundur B. Jónasson  JR – Brons merki fyrir uppbyggingu á krakkajúdó
  • Arnar Már Jónsson, Grindavík  – Brons merki fyrir uppbyggingu á krakkajúdó
  • Óskar Arnórsson Ármann – Brons fyrir störf fyrir JSÍ.

Foreldrar Þormóðs, þau Jón Ögmundur Þormóðsson og Lilja Júlía Guðmundsdóttir, fengu platta með þakklæti fyrir stuðninginn og hvatninguna