Afmælismót Júdósambands Íslands í aldursflokkum U13, U15,U18 og U21 var haldið laugardaginn 11. febrúar. Keppendur voru rétt rúmlega sjötíu og komu þeir frá öllum klúbum landsins. Nokkur lægð hefur verið í kvennajudoinu undanfarið en nú ber svo við að þeim fer fjölgandi og var afar gaman að fylgjast með viðureignunum hjá stúlkunum. Það er að myndast nokkuð góður hópur í unglingaflokkum stúlkna og er vonandi að sú þróun haldi áfram. Þó svo að úrslitin í flestum flokkum hafi verið nokkuð eftir bókinni þá var sigurinn ekki alltaf öruggur og þurftu menn stundum að taka vel á því til að innbyrða sigurinn. Það er eftirtektarvert hve vel er haldið á dómaramálunum og skipulag gott. Dómarar eru vel upplýstir um breyttar reglur, góð upplýsingaskipti þeirra á milli, nýliðunin er töluverð og dómgæsla almennt mjög góð. Hér eru öll úrslitin frá Afmælismóti JSÍ 2017 í yngri aldursflokkum.