Norðurlandamótið fór fram í Trollhattan í Svíþjóð dagana 13-14 maí. Jón Þór Þórarinsson landsliðsþjálfari valdi sextán manna landsliðashóp til kepppni þar en auk þess tóku þátt fimm keppendur sem fóru á eigin vegum eða síns félags. JSÍ sendi einnig tvo dómara þá Björn Sigurðarson og Sævar Sigursteinsson sem stóðu sig afar en þeir dæmdu einnig á NM 2016 í Noregi og eru þeir orðnir vel sjóaðir af mótum af þessari stærðargráðu. Mótið sjálft var vel skipulagt og öll umgjörð til fyrirmyndar en tímasetningar fóru alveg úr skorðum. Keppnin fyrri daginn átti að hefjast kl. 8 og ljúka kl. 19 en henni var ekki lokið fyrr en 22:30 og voru menn alveg búnir á því. Seinni keppnisdagurinn var ekkert betri og urðum við að fara áður en verðlaunaafhending byrjaði til að ná flugi svo flestir okkar keppenda sem unnu til verðlauna þennan daginn fengu þau afhent óformlega og svo var þotið í rútuna. Þrátt fyrir þetta var árangur keppanda okkar flottur og uppskáru þeir fjögur gull, þrjú silfur og þrjú brons verðlaun auk þess að verða í 5. og 7. sæti. Þeir sem unnu til gullverðlauna voru, Anna Soffía Víkingsdóttir í -78 kg flokki kvenna og -78 kg veterans, Þormóður Jónsson í +100 kg flokki karla og Grímur Ívarsson U21 árs -100 kg. Silfurverðlaun fengu Egill Blöndal -90 kg karla, Janusz Komendera í -66 kg veterans og Alexander Heiðarsson í U18 -55 kg. Bronsverðlaun fengu svo Grímur Ívarsson í -100 kg karla, Ari Sigfússon í -100 kg veterans og Alexander Heiðarsson í U21 -55 kg en hér eru úrslitin og nokkrar myndir frá keppninni.