Í dag kepptu þeir Kjartan Hreiðarsson (-66kg) og Hákon Garðarsson (-60kg) á Alþjóðaleikum ungmenna í Kaunas. Hákon sat hjá í fyrstu umferð en fékk síðan tvær viðureignir en tapaði þeim báðum en að sögn Gísla farastjóra þá glímdi hann eigi að síður vel. Kjartan vann fyrstu viðureign sína gegn keppanda frá Slóveníu en tapaði þeirri næstu gegn Ísraela sem síðar vann flokkinn. Kjartan keppti síðar um bronsverðlaunin gegn Austurríkismanni og var sárlega nálægt þvi að vinna þau því hann leiddi þá viðureign með tveimur wazaari en andstæðingi hans tóks að jafna það og fór viðureignin í gullskor og þar tapaði Kjartan þegar hann steig út fyrir völlinn og fékk refsistig, shido og endaði því í fimmta sæti. Hér eru úrslit seinni keppnisdagsins. Hér neðar eru myndir af Aleksöndru á verðlaunapallinum sem finna má á gallery á heimasíðu leikana.