Stór hópur keppenda frá Íslandi kepptu í dag í Hollandi og Svíþjóð. Í Hollandi var keppt á Den Helder Int. og voru sjö keppendur frá JR á meðal þátttakenda í aldursflokkum átta til ellefu ára. Árangur þeirra þar var mjög góður og unnust fjölmargar viðureignir en til verðlauna unnu þær Emma Thuringer sem fékk silfur í U10-25 kg flokki og Helena Bjarnadóttir sem fékk bronsverðlaun í U10+42kg. Í svíþjóð á Södra Open voru JR ingar þar með fimm keppendur og unnu þeir Hákon Garðarsson (U15-60 kg) og Emilíen Ingimundarson (U15-73 kg) til gullverðlauna og varð Skarphéðinn Hjaltason í þriðja sæti í U15-73 kg og Kjartan Hreiðarsson varð síðan í öðru sæti í U15-66 kg. Júdódeild ÍR var með fjóra keppendur og unnu þau öll til verðlauna en Gísli Vilborgarson tók gullverðlaun í karlaflokki -73 kg, Aleksandra Lis varð í öðru sæti í U18 -70 kg og í þriðja sæti í blönduðum flokki kvenna -63kg til -78kg. Karen Guðmundsdóttir (U18-63 kg) og Kuba Tumowski (U15+73 kg) urðu í þriðja sæti. Júdódeild Njarðvíkur var með tólf keppendur og vann til fimm verðlauna. Jóhannes Víðisson U13 vann til gullverðlauna, Ingólfur Rögnavaldsson (U18 -66 kg) og Guðmundur Gunnarsson (karlar opinn flokkur) urðu í öðru sæti og Gunnar Guðmundsson P15 -66 kg og Heiðrún Pálsdóttir sem keppti í blönduðum flokki kvenna -63kg til -78kg urðu í þriðja sæti.