Egill Blöndal (UMFS) heldur utan á morgun til Japans ásamt Garðari Skaftasyni þjálfarar og mun hann keppa á  Tokyo Grand Slam sem fer fram dagana 2-3 desember. Tokyo Grand Slam er ásamt Paris Grand Slam sterkasta judo mót sem haldið er ár hvert fyrir utan heimsmeistaramótið. Egill keppir næsta sunnudag þ.e  3. desember en hann keppir í -90 kg flokknum þar sem eru 38 þátttakendur og þar á meðal er Aleksandar Kukolj (SRB)  sem er efstur á heimslistanum í þeim flokki. Á eftirfarandi tenglum verður hægt að fylgjast með mótinu   http://ippon.org/  og einnig í beinni útsendingu.