Á lokahófi Júdósambands Íslands 16. desember 2017 var Þormóður Árni Jónsson úr JR valinn Judomaður ársins og Anna Soffia Víkingsdóttir úr KA judokona árins.
Judomenn ársins 2017
Þormóður Jónsson úr JR (Júdófélagi Reykjavíkur) sem keppir í þungavigt (+100 kg) var valinn judomaður ársins 2017. Hann keppti aðeins tvisvar erlendis á árinu þar sem hann var önnum kafinn við nám. Hann sigraði á Norðurlandameistaramótinu í Svíþjóð og það sama gerði hann á Smáþjóðaleikunum í San Maríno. Á Reykjavík Judo Open keppti Þormóður til úrslita gegn Michal Horák (CZE) sem er í 47 sæti heimslistans og sigraði Þormóður eftir hörkuviðureign. Hér heima hefur Þormóður borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína og unnið bæði sinn þyngdarflokk sem og opna flokkinn síðastliðin fjögur ár í röð en missti því miður af Íslandsmeistaramótinu 2017 vegna veikinda.
Helsti árangur 2017
Norðurlandamót 1.sæti
Smáþjóðaleikarnir í San Marínó 1.sæti
Reykjavík Judo Open 1.sæti
Haustmót JSÍ 1.sæti
Sveitakeppni JSÍ 1.sæti
Anna Soffía Víkingsdóttir úr KA sem keppir í -78kg flokki var valin judokona ársins 2017. Hún varð Norðurlandameistari í Svíþjóð, sigraði á Smáþjóðaleikunum í San Marínó og varð Íslandsmeistari í sínum flokki og í opnum flokki, Þetta er í sjötta skiptið sem Anna Soffía er valin judokona ársins en hún fyrst útnefnd árið 2006.
Helsti árangur 2017
Norðurlandamót 1.sæti
Smáþjóðaleikarnir í San Marínó 1.sæti
Íslandsmeistaramót 1.sæti
Íslandsmeistaramót opinn flokkur 1.sæti
Efnilegstu judomenn ársins 2017
Aleksandra Lis úr Judodeild ÍR sem keppti í -70 kg þyngdarflokki og Alexander Heiðarsson úr Judodeild KA sem keppti í -55 kg flokki voru útnefnd efnilegstu judomenn ársins 2017.
Helsti árangur Aleksöndru á árinu var eftirfarandi:
U18
Alþjóðaleikar ungmenna í Litháen Silfur
Södra Open Silfur
Södra Open Opinn flokkur Silfur
Íslandsmót Silfur
Haustmót JSÍ Gull
Helsti árangur Alexanders á árinu var eftirfarandi:
U18 U21 Seniora
Afmælismót Gull
Íslandsmót Gull Gull Brons
Norwegian Judo Cup Gull
Norðurlandamót Silfur Brons
Welsh Open Silfur
Heiðursformaður
Sigurður H. Jóhannsson var kjörinn heiðursformaður JSÍ á ársþingi þess 2015 en hafði ekki tök á því að veita viðurkenningunni móttöku fyrr en nú.
Dan gráðanir:
Alexander Heiðarsson, KA 1. dan
Ari Sigfússon, JR 1. dan
Ásgeir Erlendur Ásgeirsson, ÍR 1. dan
Árni Pétur Lund, JR 1. dan
Birkir Hrafn Jóakimsson, JR 1. dan
Bjarni Darri Sigfússon, UMFN 1. dan
Davíð Víðisson, JR 1. dan
Emil Þór Emilsson, JR 1. dan
Guðmundur Björn Jónasson, JR 1. dan
Gunnar Örn Guðmundsson, Ármann 1. dan
Ingunn Rut Sigurðardóttir, JR 1. dan
Theódór Kristjánsson, Ármann 1. dan
Ægir Már Baldvinsson, UMFN 1. dan
Björn Sigurðarson, Ármann 2. dan
Daníel Reynisson, Ármann 2. dan
Egill Blöndal, Selfoss 2. dan
Gísli Jón Magnússon, Ármann 2. dan
Guðmundur Þór Sævarsson, Ármann 2. dan
Logi Haraldsson, JR 2. dan
Eftirtaldir einstaklingar hlutu heiðursgráðun
Bjarni Skúlason, Ármann 2. dan
Hans Rúnar Snorrason, KA 2. dan
Heiðursmerki JSÍ
Eftirtaldir einstaklingar fengu bronsmerki JSÍ.
Edda Ósk Tómasdóttir, KA
Einar Örn Hreinsson, Tindastól
Jón Kristinn Sigurðsson, Ármann
Dómari ársins
Jón Kristinn Sigurðsson, Ármann
Þjálfarar sem luku þjálfari I. hjá JSÍ
Ásgeir Erlendur Ásgeirsson, ÍR
Einar Örn Hreinsson, Tindastól
Guðmundur Björn Jónasson, JR