Ársþing Júdósambands Íslands, það 47. í röðinni var haldið laugardaginn 19. maí 2018 og hófst það kl. 11. Jóhann Másson formaður setti þingið og bauð þingfulltrúa og gesti velkomna. Gengið var til venjubundinnar dagskrár, kosið í kjörbréfanefnd sem þegar tók til starfa og aðrar fastar nefndir þingsins og starfsmenn. Í kjörbréfanefnd voru kosnir Bjarni Friðriksson, Björn Halldórsson og Hans Rúnar Snorrason. Í fjárhagsnefnd voru kosnir Kristján Daðason, Ásgeir Erlendur Ásgeirsson og Adam Brands Þórarinsson. Í laga og leikreglnanefnd voru kosnir Bjarni Friðriksson, Björn Halldórsson og Hans Rúnar Snorrason. Í alsherjarnefnd voru kosnir Ari Sigfússon, Gunnar Jóhannesson og Bergur Pálsson. Fundarstjóri var kosinn Arnar Freyr Ólafsson og ritari Birkir Hrafn Jóakimsson. Kjörbréfanefnd skilaði áliti sínu, Judodeild UMFN skilaði kjörbréfi of seint en nefndin lagði til samkv. 5. gr. laga að löglegir fulltrúar samþykki kjörgengi UMFN og var það gert. Judodeild Pardus á Blönduósi skilaði einnig of seint og kjörbréf stóðst ekki lög JSÍ um kjörgengi þingfulltrúa. Þingið hafnaði kjörbréfi Pardusar. Judodeild Tindastóls skilaði ekki kjörbréfi og enginn fulltrúi var frá þeim en önnur kjörbréf voru í lagi. Níu félög voru mætt með nítján atkvæði. Fráfarandi stjórn gefur skýrslu sína, Jóhann Másson formaður tekur til máls og kynnir hana, sjá ársskýrslu JSÍ. Kristján Daðason gjaldkeri JSÍ kynnir ársreikning JSÍ, sjá ársskýrslu JSÍ. Ársreikningur borinn upp til samþykktar og var samþykktur með öllum greiddum atkvæðum. Stjórn JSÍ leggur fram tillögu að fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár. Jóhann Másson kynnir tillöguna og var hún send til umfjöllunar í fjárhagsnefnd. Þegar hér var komið tók Ingi Þór Ágústsson til máls en hann heiðraði þingið fyrir hönd framkvæmdastjórnar ÍSÍ. Fyrir þinginu lágu fjölmargar tillögur um lagabreytingar og móta og gráðureglubreytingar en sumar höfðu þó borist of seint en samþykkt var að taka þær alllar fyrir og vísa í viðeigandi nefndir. Engin mál bárust Alsherjarnefnd og engar tillögur komu frá henni. Fjárhagsnefnd lagði ekki fram nýjar tillögur né breytingar á fjárhagsáætluninni fyrir næsta ár en lagði til frekari vinnu hjá komandi stjórn á áætluninni og var það samþykkt. Flestar tillögurnar snéru að laga og leikreglnanefnd.
Þingskjal 1. Gráðureglur JSÍ voru settar í milliþinganefnd 2017 og skilaði hún tillögum að breyttum reglum sem vörðuðu fjölmörg atriði eins og að klúbbar tilnefni prófdómara sem þurfa þá samþykki JSÍ og uppfylla lágmarks aldur og gráðu og prófdómarar skrái í nýjan gagnagrunn allar prófgráður sem þeir veita. Gerð var breyting á grein 1.10 sem varða heiðursgráðanir, skerpt á skilyrðum í 1. og 2. dan og gerðar töluverða breytingar hvað varðar brögð sem á að kunna við hvert belti og var danska gráðukerfið haft til hliðsjónar. Lagt var til að tillögur milliþinganefndar yrðu samþykktar óbreyttar og var það gert. Í milliþinganefnd voru Adam Brands Þórarinsson, Bjarni Friðriksson, Jón Kristinn Sigurðson og Tryggvi Þór Gunnarsson.
Þingskjal 2. og 8. vörðuðu sama efni í lögum JSÍ gr. 17. þ.e. kærur og dómstól. Lagt var til að allur texti gr. 17. yrði felldur út og að eftirfarandi texti kæmi í staðinn og var það samþykkt. “ Með öll ágreinings og kærumál innan hreyfingar Júdósambandsins skal farið skv. 4. kafla í lögum ÍSÍ um dómstóla ÍSÍ.“
Þingskjal 3. varðar starfsreglur fyrir aganefnd, lagt til að vísa til stjórnar til frekari útfærslu. Samþykkt.
Þingskjöl 4 og 5. varða breytingar á greinum 9. og 10. í lögum JSÍ um lágmarksgráðu manna í dómaranefnd og tækniráði og fl. Lagt til að tillögunum yrði hafnað þar sem talið var að þær myndu takmarka of mikið þá sem kæmu til greina í tilgreind störf. Samþykkt.
Þingskjal 6. varðar mótareglur, “ Bannað að nota Koshi Guruma hjá 14 ára og yngri“ Lagt til aðsamþykkja þessa tillögu og var það gert.
Þingskjal 7. Varðar hvort starfsmönnum JSÍ sé heimilt að gefa kost á sér í stjórn JSÍ. Laganefnd tók ekki afstöðu en þingið ákvað að vísa tillöguni til næstu stjórnar til skoðunnar.
Þingskjal 9. Ný lagagrein. Varðar einelti, kynbundna áreitni, vanvirðandi framkomu. Nefndin benti á að JSÍ er með hlekk á heimasíðunni sem vísar á heimasíðu ÍSÍ um þessi málefni. Þingið vísaði tillögunni til næstu stjórnar til nánari skoðunar.
Þingskjal 10.varðar breytingu á mótareglum um lágmarksgráðu dómara á ÍM og RIG. Nefndin lagði til að tillögunni yrði hafnað, talið að hún takmarki of mikið þá sem kæmu til greina í dómgæslu. Samþykkt.
Þingskjal 11. varðaði 9. gr. laga að breyta endurskoðendur í „skoðunarmenn“ Nefndin lagði til að það yrði samþykkt sem var og gert.
Þingskjal 12. lagt til að bæta eftirfarandi texta í lok 3. gr. laga JSÍ. „JSÍ starfar sjálfstætt og er hlutlaust er varðar stjórnmál og trúarbrögð. JSÍ skal gæta jafnréttis og jafnræðis. Allir skulu vera jafnir fyrir lögum, reglugerðum og ákvörðunum JSÍ og nefnda á vegum JSÍ. Aðilar skulu njóta fullra réttinda án tillits til kynferðis, kynhneigðar, trúarbragða, skoðana, þjóðernis, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“ Nefndin lagði til að það yrði samþykkt og var það gert.
Þingskjal 13. varðar 10. gr. laga JSÍ. Textinn var svona „Skal kjósa bundinni leynilegri kosningu, formann fyrst og síðan aðra í stjórn í einu lagi. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórnin skal kosin til tveggja ára í senn. Vorið 2003, þegar þessi lög hafa tekið gildi, verður formaður og tveir stjórnarmenn kosnir til tveggja ára. Aðrir stjórnarmenn verða kosnir til eins árs en síðan til tveggja ára í senn þar á eftir. Þannig er tryggt…… Tillaga að nýjum texta var svona. „Skal kjósa bundinni leynilegri kosningu, formann fyrst og síðan aðra í stjórn. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára í senn, formaður og tveir stjórnarmenn á oddatölu ári en hinir fjórir árin á milli. Þannig er tryggt…..“ Nefndin lagði til að tillagan yrði samþykkt og var það gert.
Kosning heiðursformanns var næst á dagskrá en engar tillögur lágu fyrir.
Önnur mál.
Undir liðnum önnur mál ræddu Guðmundur Stefán Gunnarsson og Gunnar Örn Guðmundsson frá Judodeild UMFN um ágreining UMFN og JSÍ sem hófst á síðasta ári. Jón Egilsson lögmaður JSÍ fór í pontu og lýsti málavöxtum og hvernig málin hefðu þróast en reynt var til hins ítrasta að ná sáttum. Undir liðnum önnur mál voru einnig veittar viðurkenningar til þeirra sem áttu ekki heimangengt á uppskeruhátíðinni í desember. Edda Ósk Tómasdóttir og Jón Kristinn Sigurðsson bæði úr Judodeild KA fengu bronsmerki JSÍ fyrir störf í þágu judo íþróttarinar og Hans Rúnar Snorrason einnig úr judodeild KA var heiðursgráðaður í 2. Dan.
Nú var komið að kosningu í nefndir, stjórn JSÍ, varamanna í stjórn og skoðunarmanna.
Í aganefnd voru kosnir Jón Egilsson, Haraldur Baldursson og Gísli Jón Magnússon. Til vara Tryggvi Gunnarsson, Víkingur Víkingsson og Daníel Reynisson.
Í dómaranefnd voru kosnir Jón Kristinn Sigurðsson, Sævar Sigursteinsson og Björn Sigurðarson. Til vara Birkir Hrafn Jóakimsson, Daníel Leó Ólafsson og Yoshihiko Iura.
Kosningu fulltrúa á ÍSÍ þing vísað til stjórnar.
Kosning stjórnar, varamanna og skoðunarmanna.
Kosning aðalmanna til tveggja ára: Kjósa á um fjóra aðalmenn í ár til tveggja ára en í kjöri voru fimm aðilar. Tillaga kom að eftirfarandi mönnum aðalstjórn, Arnar Frey Ólafsson, Ásgeir Erlend Ásgeirsson, Björn Sigurðarson, Kristján Daðason og Vernharð Þorleifsson. Hans Rúnar Snorrason og Bjarni Friðriksson fráfarandi stjórnarmenn gáfu ekki kost á sér. Eftirfarandi hlutu kosningu: Arnar Freyr Ólafsson, Ásgeir Erlendur Ásgeirsson, Björn Sigurðarson og Kristján Daðason.
Kosning varamanna til eins árs: Kjósa á um þrjá varamenn en tillaga kom um fjóra, Ara Sigfússon, Birgi Ómarsson, Eddu Ósk Tómasdóttur og Tryggva Gunnarsson, þau þrjú fyrstnefndu hlutu kosningu.
Skoðunarmaður, tveir voru tilnefndir og var kosið á milli Runólfs Gunlaugssonar og Atla Gylfasonar og hlaut Runólfur kosningu. Gísli Jón Magnússon var kjörinn skoðunarmaður til vara.
Þá var dagskráin tæmd, formaður JSÍ tók til máls og þakkaði nefndarmönnum og starfsmönnum þingsins fyrir þeirra aðkomu og þingfulltrúum og gestum fyrir komuna sleit þingi um kl 16.