Junior European Judo Cup í Prag hefst í dag og eru strákarnir okkar mættir en þeir Alexander Heiðarsson, Grímur Ívarsson og Úlfur Böðvarsson eru á meðal keppenda og er Hermann Unnarsson landsliðsþjálfari með þeim í för til halds og trausts. Alexander hefur fyrst keppni en hann keppir í dag en hinir á morgun. Keppnin hefst kl. 8 að Íslenskum tíma báða dagana og fá þeir hörku andstæðinga. Hægt er að fylgjast með framvindunni hér og horfa hér á beina útsendingu. Alexander sem keppir í – 60 kg á sjöttu viðureign í flokknum og mætir Vadym Chernov frá Ukraníu. Úlfur sem keppir í – 90 kg flokki á þriðju viðureign í flokknum mætir Eryk Ryciak frá Póllandi og Grímur sem einnig keppir í – 90 kg flokki á tólftu viðureign mætir Markus Seifert frá Þýskalandi. Björn Sigurðarson er einnig mættur til leiks en þetta er þriðja helgin í röð sem hann dæmir á Europen Judo Cup en samhliða mótinu verður haldið alþjóðlegt dómarapróf sem hann er þátttakandi í og nú krossum við fingurna og vonum að hann komi heim með alþjóðleg réttindi.