Það voru átta karlasveitir og tvær kvennasveitir sem kepptu í dag á Íslandsmeistaramótinu í sveitakeppni í júdó. Keppt er í fimm manna sveitum í eftirfarandi þyngdarflokkum, karlar í -66,-73,-81,-90 og +90 kg flokkum og konur í -52,-57,-63,-70,og +70kg og sigrar sú sveit sem landar flestum vinningum. Í kvennaflokki hafði betur sveit JR gegn sveit Júdódeildar KA og unnu þær með þremur vinningum gegn tveimur og í karlaflokki höfðu Ármenningar betur gegn sveit JR-A og unnu einnig með þremur vinningum gegn tveimur eftir nokkrar gríðalega spennandi viðureignir sem sumar hverjar gátu endað hjá hvoru liðinu sem var. Í þriðja sæti voru tvær sveitir jafnar og skiptu því á milli sín bronsverðlaununum og voru það sveit JR-B og sveit KA-A. Í dag var einnig tilkynnt um hver hefði verið útnefndur júdómaður og kona ársins og einnig þau efnikegustu í U20 ára.
Júdókona ársins 2010 er: Helga Hansdóttir, KA
Júdómaður ársins 2010 er: Þormóður Árni Jónsson, JR
Efnilegasta júdókona ársins 2010, U20 ára er: Ásta Lovísa Arnórsdóttir, JR
Efnilegasti júdómaður ársins 2010, U20 ára er: Ingi Þór Kristjánsson, JR