Breytingar/uppfærslu á mótareglum JSÍ til samræmis við reglur IJF.
- 10. og 11. gr. Gefið er 7 stig fyrir waza-ari en breytist í 1 stig og einnig fellur shido út þar sem enginn vinnur lengur á shido, það er lágmark waza-ari eða 3 shido sem er sama og 10 stig.
- 11. gr. liður 4. Þar kemur nýr texti. “Ef vinningar og tæknistig eru jöfn og “allir vinna alla“ þá vinnur sá sem hefur stystan samanlagðan keppnistíma úr öllum sínum vinningsglímum.“
- 12. gr. Varðar hvenær vigtað er. Hingað til hefur verið vigtað daginn fyrir keppni á ÍM sen. og RIG en á öðrum mótum ýmist daginn fyrir eða á keppnisdegi. Hér er búið að bæta við að það sé ákvörðun skipuleggjanda/JSÍ hvort vigtað sé daginn fyrir eða á keppnisdegi á öðrum mótum en ÍM sen. og RIG.