Á lokahófi Júdosambands Íslands 8. desember var tilkynnt um hver hefðu verið valin júdomenn ársins 2018. Fyrir valinu urðu þau Ingunn Rut Sigurðardóttir og Sveinbjörn Jun Iura. Efnilegustu júdomenn ársin voru valin þau Karen Guðmundsdóttir og Árni Pétur Lund. Gullmerki hlutu þeir Haraldur Baldursson og Bjarni Ásgeir Friðriksson fyrir áralöng störf fyrir júdóhreyfinguna, dómari ársins var valinn Björn Sigurðarson sem náði sér í alþjóðleg réttindi á árinu og veittar voru viðurkenningar til þeirra sem tóku dan gráður á árinu en það voru fimm aðilar sem tóku 1. dan og þrír og sem tóku 2. dan.  

Sveinbjörn og Ingunn

Ingunn Rut Sigurðardóttir úr Júdofélagi Reykjavíkur sem keppir í -70 kg flokki var valin júdokona ársins 2018 og er það í fyrsta skiptið sem hún hlýtur þann heiður. Hennar helsti árangur á árinu er þriðja sæti á Reykjavík Judo Open sem er opið alþjóðlegt mót, varð Íslandsmeistari í þriðja skipti er hún vann Íslandsmeistaratitilinn 2018, var í sveitinni sem varð í þriðja sæti á Norðurlandamótinu í Danmörku í liðakeppni, gullverðlaun á Vormóti JSÍ, varð önnur á Haustmóti JSÍ og Reykjavíkurmeistari 2018.

Helsti árangur Ingunnar
Reykjavík Judo Open3. sæti
Íslandsmeistaramót1. sæti
NM Sveitakeppni3. sæti
Vormót JSÍ1. sæti
Haustmót JSÍ2. sæti
Reykjavíkurmeistaramót1. sæti

SveinbjörnJun Iura úr Júdodeild Ármanns sem keppir í -81 kg flokki var valinn júdomaður ársins 2018 og er það í annað skipti sem hann verður fyrir valinu. Hann komst í þriðju umferð á Heimsmeistaramótinuí Baku og í 32 manna úrslit af 65 keppendum. Á Grand Slam Osaka komst hann einnig í þriðju umferð og í sextán manna úrslit af 40 keppendum. Þetta eru tvö sterkustu mót ársins í heiminum hverju sinni og keppt með útsláttar fyrirkomulagiog í báðum tilfellum var Sveinbjörn sleginn út af sigurvegara mótsins. Hann vinnur bronsverðlaun í 81 kg flokknum á Norðurlandamótinu í Danmörku og brons í liðakeppninni á sama móti og vann sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil er hann vann 81 kg flokkinn í ár.

Helsti árangur Sveinbjörns
Grand Slam Osaka16 manna úrslit
HM í Baku32 manna úrslit
Norðurlandamót3.sæti
Norðurlandamót sveitakeppni3.sæti
Íslandsmót1.sæti

Efnilegustu júdomenn ársins 2018 eru þau Karen Guðmundsdóttir úr ÍR og Árni Pétur Lund úr JR.

Árni Lund og Karen
Helsti árangur KarenarU18U21
Afmælismót JSÍ2. sæti 
Vormót JSÍ1.sæti2. sæti
Íslandsmót 2. sæti2. sæti
Helsti árangur ÁrnaU21Seniors
Afmælismót JSÍ1. sæti 
Íslandsmót1. sæti3. sæti
Vormót JSÍ1. sæti 
Haustmót JSÍ1. sæti1. sæti
NM3. sæti5. sæti
SWOP3. sæti 
Sveitakeppni JSÍ 1. sæti
Reykjavíkurmeistaramót1. sæti 

Heiðursmerki JSÍ

Gullmerki
Bjarni Ásgeir Friðriksson, JR
Haraldur Baldursson, ÍR

Jóhann og Haraldur

Dómari ársins
Björn Sigurðarson, Ármann


Birkir tók við viðurkenningunni fyrir Björn

Dan gráðanir á árinu

NafnFélagGráðaDagsetning
Davíð ÁskelssonÁrmann1. dan16.maí.18
Elfar DavíðssonÁrmann1. dan16.maí.18
Grímur ÍvarssonSelfoss1. dan3.feb.18
Ingimar HalldórssonÁrmann1. dan16.maí.18
Ægir ValssonJR1. dan3.maí.18
Adam Brands ÞórarinssonKA2. dan7.des.18
Anna Soffía VíkingsdóttirKA2. dan7.des.18
Arnar Már JónssonÞrótti2. dan17.maí.18
1. dan 2018 fv. Arnar fh. Gríms, Ingimar, Elfar og Davíð
2. dan fv. Arnar, Anna og Adam