Marrakech Grand Prix hófst í dag og stendur í þrjá daga. Á morgun, laugardaginn 9. mars mun Sveinbjörn Jun Iura keppa í 81 kg flokknumog á sunnudaginn keppir Egill Blöndal í -90 kg flokknum. Með þeim í för er Yoshihiko Iura. Keppendur eru frá 67 þjóðum, 259 karlar og 184 konur eða alls 443 keppendur. Búið er að draga og mætir Sveinbjörn gríða sterkum keppanda frá Tyrklandi, Vedat Albayrak en Egill situr hjá og mætir svo annaðhvort keppanda frá Kyrgyzstan eða Ghana. Keppnin verður í beinni útsendingu og hefst kl. 9:00 að morgni að Íslenskum tíma.