Þá er keppni lokið á Smáþjóðaleikunum að þessu sinni og unnum við til fernra verðlauna, eitt silfur og þrjú brons en það voru þeir Alexander Heiðarsson -60 kg, Árni Pétur Lund -81 kg og Þór Davíðsson -100 kg sem unnu til bronsverðlauna en Egill Blöndal -90 kg vann silfurverðlaunin. Breki Bernhardsson -73 kg keppti um bronsverðlaunin en tapaði þeirri viðureign og varð í fimmta sæti og í liðakeppninni urðu bæði karla og kvennaliðin í fimmta sæti. Hér eru öll úrslitin í einstaklingskeppninni og liðakeppninnni.