Þormóður tekur við starfi framkvæmdastjóra JSÍ 1.júní n.k. Þormóður tekur við af Bjarna Friðrikssyni sem hefur verið framkvæmdastjóri JSÍ í næstum 3 áratugi. Bjarni sem skilar mjög góðu búi eftir langt starf er mjög sáttur við að fá Þormóð sem sinn eftirmann og mun vinna með honum næstu mánuði til að koma honum vel inn í það umfangsmikla starf sem framkvæmdastjóri JSÍ er. Jóhann Másson, formaður JSÍ, segir það ánægjuefni að fá annan afreksmann til starfa fyrir hreyfinguna. Það skiptir miklu máli að fá aðila sem veit hvað þarf að leggja á sig til að ná árangri og er tilbúinn að leggja mikið á sig til að ná árangri.