Sveinbjörn Iura beið ósigur þegar hann mætti Akmal Murodov frá Taijikistan í fyrstu umferð Osaka Grand slam sem var haldið þann 23. Nóvermber. Viðureignin var hnífjöfn og einkenndist af harðri gripabaráttu, báðir keppendur reyndu að komast í færi til þess að sækja en án árangurs. Sveinbjörn komst næst því að skora þegar hann reyndi óhefðbundna útfærslu af osoto gari en Akmal slapp með þvi að snúa sér á magan á síðustu stundu. Samt sem áður var það Akmal sem bar sigur úr bítu og má segja að ástæðan hafi verið sú að hann bar sig betur og virkaði meira ógnandi. Á þann hátt náði hann að láta Sveinbjörn sanka að sér refsistigum og endaði viðureignin á þann hátt að hún var stöðvuð þegar Sveinbjörn fékk þriðj refsistigið fyrir sóknarleysi.
Hér má sjá viðureign Sveinbjörns og Akmal og öll úrslit Oska Grand Slam 2019.