Sveinbjörn Iura keppti á aðfaranótt laugardags á Hong Kong Asian Open. Sveinbjörn sat hjá í fyrstu umferð hann en mætti svo Kamon Saithongkaew frá Thailandi í annarri umferð. Sveinbjörn sigraði Saithongkaew öruggleg eftir skamma viðureign eða aðeins 44 sekúndur. Í þriðju umferð. Mætti hann David Gabaidze frá Rússlandi og var sú viðureign jöfn framan af en lauk með sigri Rússans eftir tæpar þrjár mínútur og höfðu þá báðir fengið sitthvort refsistigið. Þar sem Sveinbjörn var kominn í átta manna úrslit fékk hann uppreisnarglímu og mætti þar Alex Jacobson (USA) sem hann sigraði eftir aðeins 35 sekúndur og var þar með kominnn í keppni um bronsverðlaunin. Sveinbjörn átti að glíma við Sangjun Lee frá Kóreu um bronsverðlaun en þar sem Lee hafði meiðst í glímunni á undan og gat ekki keppt var Sveinbirni úrskurðaður sigur og þar með bronsverðlaunin. Hér eru úrslitin í 81 kg flokknum og öll úrslitin hér.