Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá vinna heilbrigðisyfirvöld samkvæmt viðbragðsáætlunum embættis landlæknis, sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í baráttunni við Covid-19 veiruna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn funduðu í dag með fulltrúum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og fulltrúum sérsambanda ÍSÍ vegna málsins þar á meðal fulltrúum JSÍ.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fór yfir smitvarnir og leiðir til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Fulltrúar embættis landlæknis og almannavarna leggja ekki til að fresta eða hætta við íþróttaviðburði miðað við stöðuna eins og hún er í dag.
Finna
má nýjustu upplýsingar um þróun mála hvað varðar Covid-19 veiruna á heimasíðu
landlæknis með því að smella hér.
Vormót JSÍ yngri flokka mun því fara fram samkvæmt áætlun, en ákveðið hefur verið að framlengja skráningarfrest um einn sólarhring eða til miðnættis 10. febrúar.