Nýjar reglur um takmörkun á samkomum vegna COVID-19 taka gildi föstudaginn 14. ágúst 2020. Helsta breytingin er sú að þrátt fyrir meginregluna um 2 metra nálægðartakmörkun verða snertingar heimilar milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum.
Samkvæmt nýrri auglýsingu heilbrigðisráðherra segir að snertingar verði heimilar á æfingum og í keppnum íþróttafólks. Þetta er samt sem áður háð því skilyrði að ÍSÍ staðfesti reglur viðkomandi sérsambands, meðal annars um einstaklingsbundnar sóttvarnir, sótthreinsun búnaðar, framkvæmd æfinga og keppna.
JSÍ hefur sent inn til ÍSÍ drög að reglum hvað varðar judo æfingar og er beðið eftir svari og leyfi frá þeim sem vonandi berst ekki seinna en í fyrramálið. Ekki er heimilt að hefja æfingar fyrr en staðfesting hefur fengist frá ÍSÍ og mun það verða tilkynnt hér um leið og það berst.