Keppt á Baltic Sea Championships 2024
Nokkrir JR ingar eru nú staddir í Finnlandi að keppa á Baltic Sea Championship 2024 en hægt er að lesa nánar um það á síðu JR hér. Ég hvet klúbba til að senda fréttir af starfi sínu á jsi@jsi.is til birtingar.
Ungur JR ingur á verðlaunapalli í Póllandi
Frétt tekin af síðu JR: Adam Komendera sem æfir hjá JR í 7-10 ára hópnum okkar keppti á barnamóti í Póllandi síðastliðna helgi og stóð sig afar vel og varð í 3-5 sæti. Hér neðar eru nokkrar myndir frá mótinu, mynd af Adam með verðlaunapeninginn í JR og með Weroniku systir sinni og Janusz pabba þeirra. Vel gert Adam og til hamingju.
Þormóður Árni Jónsson hefur verið ráðinn afreksstjóri JSÍ
Júdósamband Íslands hefur ráðið þrefalda ólympíufarann Þormóð Árna Jónsson sem afreksstjóra sambandsins. Það þarf varla að kynna hann enda einn að okkar þekktustu júdómönnum sem hefur langan feril í kringum íþróttina að baki sér. Hann hefur lokið þjálfaramenntun IJF ásamt því að hafa víðtæka starfsreynslu í kringum afreksstarfið hjá sambandinu á árum hans sem framkvæmdastjóri sambandsins. Þormóður þekkir það hvað þarf til að ná langt og því verðmætt að fá hann til starfa sem afreksstjóra sambandsins. Fyrst á dagskrá er að koma skýrri umgjörð á afreksstarfið. Þeir Bjarni [...]
Fréttir af stjórn
Fyrsti stjórnarfundur fór fram þann 12. nóvember og hefur stjórn skipt verkum til eftirtaldra aðila. Daníela Rut Daníelsdóttir er varaformaður, Björn Hjaltested Gunnarsson er gjaldkeri og Aleksandra Lis er ritari. Hér má sjá skipun stjórnar og nefnda. Fundargerð fyrsta fundar hefur verið birt á vefsíðu sambandssins.
Sveitakeppni JSÍ 2024 úrslit
Frétt tekin af vef JR. Íslandsmótið 2024 í sveitakeppni (liðakeppni klúbba) fór fram hjá Judofélagi Reykjavíkur föstudaginn 15. nóv. Mótið átti upphaflega að fara fram 16. nóv. í Laugardalshöllinni en sökum þátttökuleysis annara klúbba en JR var hún færð fram um einn dag og til JR. Sveitakeppni karla var fyrst haldin 1974 og var þetta í 48 skipti sem keppnin fór fram en mótið féll niður 1993, 2002 og 2020. Fyrst var keppt í Sveitakeppni kvenna 1999. Hér má sjá hvaða lið hafa sigrað í þessari keppni. JR sem hefur tekið [...]
Sveitakeppni JSÍ 2024 – Breytt tímasetning og staðsetning
Íslandsmótið 2024 í sveitakeppni (liðakeppni) verður haldið hjá JR föstudaginn 15. nóvember og hefst kl. 18:15 og mótslok áætluð um kl. 19:30. Keppt verður í aldursflokkunum U18, U21 og senioraflokki karla. Hér má sjá úrslitin frá 2023.