Judosamband Íslands (JSÍ) heldur nú í þrettánda sinn Reykjavík Judo Open í samvinnu við RIG (Reykjavik International Games). Þetta er opið alþjóðlegt mót fyrir karla og konur og fer það fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 25. janúar. Mótið hefst kl. 12:00 með keppni í öllum þyngdarflokkum og brons og úrslitaglímur hefjast svo um kl. 14:30 og ætti að ljúka um kl. 15:00. Að lokinni verðlaunaafhendingu hefst keppni í opnum flokki karla og kvenna um kl. 15:30 og mótslok kl. 17:00.
Keppt verður í öllum flokkum karla en í kvennaflokki verða 52 kg og 57 kg flokkar sameinaðir í einn flokk -57 kg og einnig verða -63 kg flokkurinn og – 70kg flokkurinn sameinaðir í einn flokk -70 kg.
Á þetta mót hafa í gegnum tíðina komið afar sterkir þátttakendur frá fjölmörgum löndum og í ár eru erlendu keppendurnir um þrjátíu frá tíu þjóðum auk Íslands en þær eru BRA, DEN, FRO, GBR, GRE, NOR, POL, POR, SRB, UKR og eru skráðir keppendur alls sextíu. JSÍ mun streyma frá mótinu og verður linkur settur hér inn um leið og hægt er og hér verður hægt að fylgjast með framvindu mótsins.
Vigtun fer fram hjá Judofélagi Reykjavíkur föstudaginn 24. jan. frá 16:00 til 18:00.
Fyrri úrslit:
2013, 2014, 2015, 2016, 2017, 2018, 2019, 2020, 2021, 2022, 2023, 2024, 2025
Reykjavík Judo Open 2025 will be held Saturday 25th in Laugardalshöll and begin at 12:00. Bronze match and finals will be from 14:30 to 15:00 and after medal ceremony we start competition in open category men and women at 15:30 and expected to be finish at 17:00.
There will be competition in all men’s category but in women’s category we unfortunately have to combine -52 kg and -57 kg categories and -63 kg and -70 kg categories.
Weigh in is from 16:00 to 18:00 at Judofélag Reykjavíkur at Ármúli 17